Verið að hlaða verðbólgupúðurskot næstu ára

Það geysilega fjármagn sem verið er að dæla inn í hagkerfi heimsins núna og á næstu mánuðum getur ekki þýtt nema eitt: Verðbólgu.

Inndæling peninga án tilsvarandi verðmætasköpunar þýðir óhjákvæmilega að verðmæti peninganna rýrnar. Því er í rauninin verið að færa verðmæti á milli vasa, að yfirfylla suma vasa til þess að auka neyslu og fjárfestingu, því í dag eru allir peningar fastir í þeim vösum sem þeir eru í núna.

Það er í sjálfu sér ágætt fyrir okkur. Það ætti að auka líkurnar á því að samkeppnisstaða Íslands og annarra landa jafnist, með því að hinn blauti draumur kratanna rætist: Að allir hafi það jafnskítt.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband