Ekki hækka stýrivextina

Jafnvel þótt núverandi stýrivextir séu neikvæðir miðað við verðbólguhraðann, er ekki þörf á að hækka þá til að halda fjármagni í landi.

Fyrir það fyrsta þá er bannað að fara með fjármagn úr landi, og því í rauninni engin þörf á að hafa stýrivextina svona háa þess vegna og einkaneysla öll á niðurleið, þannig að forsendur þessara stýrivaxta eru tæpar.

Í annan stað eru stýrivextir annarsstaðar í heiminum meira og minna neikvæðir, þannig að þótt fjármagnsflutningar væru gefnir frjálsir, er fjármagninu ekkert betur komið annarsstaðar.

Þess vegna er engin ástæða til að hækka stýrivexti. Frekar þarf að útskýra af hverju ekki er búið að lækka þá verulega, amk meðan að gjaldeyrishöftin eru í gangi.


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband