Þeir sem verja Björgvin...
9.12.2008 | 21:43
...skulu þá um leið hætta að gagnrýna fyrrverandi ráðherra Framsóknar fyrir að hafa ekki vitað um örlítil og langsótt eignatengsl þáverandi formanns Framsóknar við einn af bjóðendum í Búnaðarbankann. Þessi mál eru nefnilega afar lík.
Ég hef enga ástæðu eða forsendur til að rengja Björgvin um að hafa ekki ættartengsl forstjóra einhverra fyrirtækja úti í bæ á hreinu og því tel ég víst að ráðherra hafi verið í góðri trú.
Það er að sjálfsögðu þeirra feðga að upplýsa um tengslin áður en gengið er frá samningi um rannsóknina svo skilanefndin, sem er að kaupa þjónustuna geti metið hvort almennum og eðlilegum hæfisreglum sem fullnægt. Ef skilanefndin er í vafa á hún að leita til Fjármálaeftirlitsins og að lokum til síns ráðherra um úrskurð. Það hefur skilanefndin greinilega ekki gert, ef hún hefur þá haft vitneskju um tengslin.
En mér finnst aftur á móti undarlegt að ráðherra fái ekki betri skýrslur og yfirlit um gang mála að hann viti ekki hvað er að gerast í skilanefndunum. Hvaða verkefni séu í gangi og hvernig þau séu unnin. Auðvitað á ráðherra að kalla eftir slíkum upplýsingum með reglubundnum hætti fái hann þau ekki óumbeðið, enda allt þetta starf á ábyrgð hans, sem ráðherra Fjármálaeftirlitsins.
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðferð íhaldsins til að slökkva á ESB-málinu
9.12.2008 | 09:31
Á 7 vikum ætla Sjálfstæðismenn að greina kosti og galla Evrópusambandsaðildar og taka afstöðu til þessa viðamikla máls.
Hingað til hefur lítil bakvinna farið fram um Evrópumál í Sjálfstæðisflokknum, mér vitanlega hefur flokkurinn ekki unnið skýrslur um áhrif aðildar á hin einstöku svið samfélagsins, en úr því á núna að bæta á stuttum tíma í 3 nefndum.
Þessar nefndir skila svo af sér skömmu fyrir landsfund, þar sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eiga að taka afstöðu til þessa flókna máls á grundvelli nokkurra daga undirbúnings.
Auðvitað verður tillaga um aðildarumsókn felld þegar vinnubrögðin eru svona.
Auðvitað þora menn ekki að treysta því að það sé rétt sem unnið er með slíkum hraði.
Auðvitað þora menn ekki að eiga á hættu að framselja fullveldinu bara sí svona án þess að öllum steinum sem velt við áður.
Við í Framsókn höfum verið að vinna að þessu máli í amk 7 ár og hefur mörgum þótt geyst farið, en ætlum að taka afstöðu til þess hvort við teljum æskilegt að fara í aðildarviðræður, til að geta tekið afstöðu til aðildar á grundvelli aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En þessi aðferð Sjálfstæðisflokksins, að þagga málið niður en opna fyrir lokið í 7 vikur er bara til þess fallið að málið verði fellt vegna vanreifunar.
![]() |
Virk umræða um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)