Leiðréttingar ganga of skammt

Renndi lauslega yfir þessar breytingar á fæðingarorlofslögunum sem Jóhanna hefur lagt fram. Flest af því sem lagt er til er til bóta, enda getur gott lengi batnað og kerfið á að sjálfsögðu að fá að þróast. En eitt mesta óréttlætið er ekki leiðrétt. Fólk sem á börn með stuttu millibili verður nefnilega fyrir ósanngjarnri skerðingu, því ef greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, sem eru 80% af heildarlaunum, falla innan viðmiðunartímabilsins fyrir seinna barnið fást bara 64% af heildarlaunum þess tímabils og svo koll af kolli.

Auðvitað á að miða við 100% af tekjum, sé greiðandinn Fæðingarorlofssjóður.

Í tíð Framsóknar var búið að koma þessu óréttlæti á framfæri og ég vissi ekki betur en að verið væri að undirbúa leiðréttingu á því á þeim tíma. Félagsmálaráðherra hefur því greinilega ákveðið að taka ekki tillit til þessa.

Viðbót kl 21:21

Hvað varð um kosningaloforð Samfylkingarinnar úr Unga Ísland?:

"4. Lengja fæðingarorlofið í eitt ár og tryggja börnum einstæðra foreldra sama rétt og öðrum börnum til samvista við foreldra. "

Hún ætti að hafa stuðning Sjálfstæðisflokksins sem ályktaði

"Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að lengingu fæðingarorlofs. Gæta skal að því að ef aðeins einn aðili er með forsjá geti hann fengið fullt fæðingarorlof. "


mbl.is Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Mér hefði þótt það fréttnæmt ef það hefði verið haldið ball í Njálsbúð og það hefðu ekki brotist út slagsmál.

Í þau skipti sem við í Nemendaráði FSu héldum böll í Njálsbúð voru held ég alltaf einhverjir pústrar. Það eru að vísu nokkur ár síðan og kannski er þetta allt breytt núna...


mbl.is Handalögmál á þorrablóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband