Kapphlaup um losunarkvótann

Að fengnu þessu framkvæmdaleyfi virðist hægt að hefja byggingu álversins í Helguvík.

Þótt ekkert standi í vegi fyrir byggingu álversins sem slíks, liggur samt ekkert fyrir um hvort rekstraraðilum verði mögulegt að reka það. Til að reka álver þarf nefnilega losunarkvóta og smámuni eins og orku heim að dyrum.

Úthlutunarnefnd losunarheimilda og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að kærðri niðurstöðu nefndarinnar, er í afar þröngri stöðu ef hún ætlar sér að taka fleiri sjónarmið en fyrstur kemur fyrstur fær í sinni úthlutun, þegar hún þarf að velja milli Helguvíkur og Húsavíkur í úthlutun sinni. Það er erfitt að sjá að byggðasjónarmið og umhverfisáhrif þeirrar orkuöflunar sem þarf við útdeilingu þessara gæða fái nokkru ráðið, að útgefnu þessu framkvæmdaleyfi, en í lögum um losun gróðurhúsalofttegunda segir:

"Umsækjendur sem hafa þegar starfsleyfi og/eða eru komnir langt í undirbúningi framkvæmda skulu njóta forgangs við ákvörðun um úthlutun losunarheimilda í áætlun úthlutunarnefndar umfram aðra sem skemmra eru komnir í undirbúningi."

Þetta er mergurinn málsins og ástæða þessa hamagangs í Suðurnesjamönnum. Sá aðili sem kominn er lengra í undirbúningi nýtur forgangs. Þannig að jafnvel þótt framkvæmdaleyfið sé byggt á grunnum gögnum eins og umhverfisráðherra heldur fram, er Helguvíkurverkefnið nú komið með fleiri krossa í kladdann en Húsavík, jafnvel þótt ekki sé búið að tryggja orku, flutningsleiðir eða útkljá kærumál. Hvaða vægi þessi kross hefur á eftir að koma í ljós.

En þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Húsvíkinga. Sérstaklega þegar ríkisstjórnin talar út og suður um málið. Engin stefna. Maður fer að halda að það séu 12 ríkisstjórnir í þessu landi.


mbl.is Framkvæmdaleyfi vegna Helguvíkurálvers afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband