The million dollar question

Fyrirhugað álver í Helguvík mun losa 400.000 tonn CO2eq/ári miðað við umhverfismatsskýrslu Norðuráls.

Meðalverð losunarheimilda CO2 á Evrópumarkaði er €22-25 pr tonn CO2eq.

Ef Helguvík fær úthlutað losunarheimildum af kvóta Íslands er verðmæti þeirrar úthlutunar sem sagt 1.000.000.000 kr/ári. Einn milljarður króna.

Er skrítið að Helguvíkurmenn geri allt til að vinna kapphlaupið við Húsavík og reyni að fá sem flesta krossa í kladdann til að geta talist vera komnir lengra í undirbúningi, sem veitir forgang við úthlutun losunarheimilda og tryggja sér þennan byggðastyrk?

Ísland hefur ekki losunarheimildir til nema annars álversins. Valið og valdið er úthlutunarnefndar losunarheimilda. Formaður þeirrar nefndar er skipaður af iðnaðarráðherra, en kærum mun umhverfisráðherra sinna.

Þannig að allir þræðir málsins eru í höndum Samfylkingarinnar. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig hún bregst við og hvað er að marka það sem hún hefur sagt að hún ætli að gera og sagst geta gert.


mbl.is Framkvæmdir hafnar í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing VG fyrir mannslífum

Það er bankað á dyrnar. Til dyra kemur grátbólgin faðir. Inni heyrast reglulegar grátkviður þriggja barna lögreglukonu sem drepin var við skyldustörf í gærkvöldi. Hún gat ekki varið sig þegar hún lenti í vopnaðri árás.

"Hvað vilt þú?"

"Sæll. Ég heiti Atli Gíslason, dómsmálaráðherra, og vill votta þér samúð mína. Eins og þú líklega veist hef ég sagt að mannslífum sé fórnandi áður en mér þætti réttlætanlegt að íhuga að bæta stöðu lögreglunnar. Nú hefur konan þín fórnað sínu lífi og í framhaldinu mun ég skoða hvað hægt sé að gera til að gera lögreglunni kleyft að verja sig. Þannig að þetta var alls ekki til einskis hjá henni. Vonandi fer þetta allt vel hjá ykkur. Veriði blessuð"

Ég ætla rétt að vona að þessi samskipti þurfi aldrei að eiga sér stað. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálina með því að kjósa ekki fólk með þessi viðhorf.


Bloggfærslur 14. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband