Vantrú á Íslandi kostar almenning stórfé

Af fréttum erlendis frá að dæma, virðist það ekki vera vantrú á viðskiptabönkunum sem er að valda þessu gengissigi. Það virðist vera vantrú og vantraust á íslensku efnahagslífi í heild sinni.

Af hverju ætli það sé?

Er það vegna þess að greinendur sjá að Seðlabankinn rær einn á móti verðbólgunni?

Er það vegna þess að ríkisstjórnin setur fjárlög þar sem flóðgáttir eru opnaðar og útgjöld aukin um 20%, sem vinnur beint á móti Seðlabankanum?

Er það vegna þess að ríkisstjórnin aðhefst ekkert til að styrkja Seðlabankann, t.d. með aukningu gjaldeyrisvarasjóðs?

Er það vegna þess að skuldir þjóðarbúsins í heild sinni mælast mikilar, m.a. vegna þess að fyrirtæki eru ekki að skrá erlend eignasöfn sín hér á landi, vegna skattareglna?

Er það vegna þess að í tengslum við kjarasamninga gefur ríkisstjórnin út yfirlýsingu sem skilur alla eftir í lausu lofti, vegna þess að engar útfærslur eða tímasetnignar á aðgerðum liggja fyrir, ss á stimpilgjöldum og breytingu gjalda?

Er það vegna þess að ráðherrar tala út og suður um framtíðarsýn sína í peningamálum og engin skipulögð umræða fer fram um málið af hálfu ríkisstjórnarinnar?

Er það vegna þess að við blasir að ríkisstjórnin kemur sér ekki saman um aðgerðir til að bregðast við vandanum?

Er það vegna þess að það eru tvær eða kannski tólf ríkisstjórnir í landinu og kalla megi fundina í stjórnarráðinu ráðherrafundi en ekki ríkisstjórnarfundi, enda tala ráðherrar út og suður um öll mál?

Ég veit ekki hvað af þessu vegur þyngst, en almenningur þarf að borga fyrir það svo mikið er víst.


mbl.is Gengið sígur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband