Orð í tíma töluð um grundvallarmikilvægi landbúnaðarins

Mikið var gott að heyra í forseta vorum í dag. Ræða hans er ekki ósvipuð þeim sem Guðni Ágústsson og aðrir í Framsókn hafa haldið svo margoft um mikilvægi landbúnaðarins. En það sem Ólafur Ragnar gerir er að setja þetta enn betur í alþjóðlegt samhengi við mannfjöldaþróun, gróðurhúsaáhrif, hækkað sjávarborð og orkubúskap heimsins. Ég hef aðallega skrifað út frá fæðuöryggi í tengslum við sóttvarnir, en auðvitað eru fleiri þættir sem skipta miklu máli.

"Verkefnið er ekki samningagerð á hefðbundinn hátt heldur samræða um sáttmála sem tekur mið af grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, sáttmála sem felur í sér að fæðuöryggi hennar verði tryggt þótt þróunin í veröldinni sé óhagstæð."

Vonandi verður þessi umræða til þess að kratarnir hætti þeim árásum á landbúnaðinn sem þeir hafa stundað í áratugi og fari að skilja hvað er landi og þjóð fyrir bestu.

Þeim ætti ekki að vera skotaskuld að skipta um stefnu í þessu máli. Þeir eru nú í svo góðri þjálfun. Í þetta skipti væri það til verulegra bóta, jafnvel þótt það kosti eitthvað hærra matvælaverð eða niðurgreiðslur. Það eru aurar, matvælaöryggið eru krónurnar sem telja.


mbl.is Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband