Kill them with kindness
24.3.2008 | 12:12
Einhvern vegin held ég að það hafi lítið upp á sig að sniðganga ólympíuleikana til að bæta mannréttindaástandið í Kína. Kínversk stjórnvöld líta greinilega enn á landið sem einangrað og það sem þeir geri komi engum við. Hugsanlega er það enn einangrað, þrátt fyrir stóraukin erlend samskipti. Ég veit það ekki. En það að þeir rjúfi útsendingar vegna þess að eitthvað þeim óþægilegt komi fram, er sterk vísbending um að andleg einangrun stjórnarherrana sé umtalsverð. Sniðgöngu þjóða er hægt að matreiða á svo marga vegu. Það sé vanþekking, virðingarleysi og ég veit ekki hvað. Það yrði bara til að herða þá upp sem vilja halda einangruninni auka hana.
Besta meðalið til að bæta mannréttindi í Kína er ekki að einangra landið, heldur að kynna landsmönnum það sem er í raun að gerast úti í hinum stóra heimi og hver viðhorf hins stóra heims sé gagnvart því sem er að gerast í þeirra eigin landi.
Ef menn vilja gera eitthvað táknrænt í tengslum við ólympíuleikanna er t.d. að einn íþróttamaður frá hverri þjóð haldi á litlum fána Tíbeta á setningarathöfninni. Ekki fara þeir að rjúfa útsendingu þaðan.
En annars að koma fram við þá eins og við viljum að þeir komi fram við aðra, af virðingu. Um leið á að nota hvert tækifæri til að spyrja þá út í hvernig ástandið sé í hinum og þessum málum og reyna að fræða kínverskan almenning um almenn viðhorf heimsins til mannréttindamála. Á endanum síast viðhorfin inn, sama hvað æðstu herrar halda og vilja. Þar hafa íslenskir fulltrúar kannski ekki staðið sig nægjanlega vel. Ég hef lítið heyrt af spurningum um mannréttindi þegar fulltrúar landanna hittast.
![]() |
Vilja að Danir sniðgangi Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |