Seðlabankinn stendur sína plikt - hvar er ríkisstjórnin?
25.3.2008 | 10:40
Eftir makalausan blaðamannafund fyrir páska, þar sem stefnuleysi og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum var opinberað, virðist trúverðugleiki hennar hafa beðið svo mikinn hnekki að réttast hefur verið talið að Seðlabankinn sé látinn tilkynna um fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum sem eru yfirhöfuð í sömu átt og aðgerðir Seðlabankans.
"Þá segir Seðlabankinn að ríkissjóður muni í vikunni gefa út ríkisbréf með gjalddaga eftir um níu mánuði"
Nema að Seðlabankinn sé tekinn við völdum í landinu?
Í það minnsta bregst markaðurinn vel við þessum aðgerðum Seðlabankans, eins illa og hann brást við blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar.
Þvílíkt skaðræði sem þetta stefnuleysi er öllum almenningi. Að Seðlabankinn neyðist til að fara með stýrivextina í 15% er hrein vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Ég er sannfærður um að staðan væri allt allt önnur, ef ríkisstjórnin hefði ekki farið á svona rosalegt eyðslufyllerý á hveitibrauðsdögunum og aukið útgjöld ríkissjóðs um 20% og komið með jafn óskýrar yfirlýsingar í tengslum við kjarasamningana..
![]() |
Stýrivextir hækka í 15% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |