Árni Mathiesen ræðst gegn löggjafarvaldinu
27.3.2008 | 10:01
Með þessari dæmalaust hrokafullu sendingu til umboðsmanns Alþingis er Árni Mathiesen í mínum augum að viðurkenna að hann hafi ekki viðhaft eðlilega stjórnsýslu við ráðningu héraðsdómarans. Hann veit sem er að álit umboðsmanns Alþingis getur ekki annað en orðið honum óhagstætt og er að undirbúa svör sín við því áliti þegar það kemur.
Hann mun svo segja þegar álitið kemur að hann hafi strax orðið var við hlutdrægni hjá umboðsmanni Alþingis, því sé lítið að marka það og ætlar sér í framhaldinu að gera hann tortryggilegan í augum almennings og reyna að draga þar með úr trúverðugleika álits hans á embættisfærslum sínum.
Um leið er ráðherra í ríkisstjórn Íslands, handhafi framkvæmdavaldsins, að ráðast gegn trúverðugleika einnar af grunnstoðum íslensks stjórnskipulags, löggjafarvaldinu, en umboðsmaður Alþingis er starfsmaður þess.
Þetta er birtingarmynd stóralvarlegrar þróunar sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi, að framkvæmdavaldið er orðið allt of sterkt miðað við löggjafarvaldið og er Árni Mathiesen, með því að leyfa sér þetta algera virðingarleysi, líklegast að endurspegla það viðhorf sem væntanlega er farið að ríkja á þeim bænum.
![]() |
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)