Geir opinberar Þyrnirósarsvefn sinn

Ég er eiginlega alveg kjaftstopp vegna orða forsætisráðherra í gær. Hann segist ætla að fá erlendan ráðgjafa til að fara yfir virkni peningamálastefnunnar.

Ég hélt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi undanfarin misseri keppst við að segja að þeir væru að fylgjast með gangi mála!

Hvað hefur þá falist í þeim orðum fyrst þeir ætla fyrst núna að fara að skoða virkni peningamálastefnunnar. Hefur það bara verið að skoða tölur? Engin greining, ekkert mat, engin hugleiðing á leiðum til úrbóta? Ætlar ríkisstjórnin sem sagt fyrst að fara að byrja að vinna vinnuna sína núna, tæpu ári eftir að hún tók við?

Það var þá kominn tími til, svo ekki sé meira sagt, en hingað til hefur ríkisstjórnin ekkert gert annað en að vinna á móti peningamálastefnunni, með þenslufjárlögum og afar óskýrum skilaboðum, t.d. í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Sjálfstraustið er heldur ekki meira en svo að ríkisstjórnin ætlar að fá erlendan hlutlausan sérfræðing til að skoða málið. Er það vísbending um ósamkomulag á stjórnarheimilinu?

Allt hefur það aukið vantrú á efnahagslífi þjóðarinnar. Hver borgar? Jú, almenningur.


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband