Gott svo langt sem það nær

Ríkisstjórnin er að gera gott i því að halda þessa kynningarfundi og maður er ánægður að sjá hverja hún er að fá í lið með sér.

En ætli hún að vera trúverðug í sínum málflutningi verður hún að ráðast að því sem maður heyrir að erlendir aðilar hafa helst áhyggjur af, að stærð Seðlabankans miðað við fjármálafyrirtækin sé ekki nægjanleg og þar með geta hans til að hlaupa undir bagga.

Hátt skuldatryggingarálag skuldlauss ríkissjóðs hlýtur að vera vitnisburður um það. Maður sér amk ekki aðra skýringu sem heldur vatni.

Er því bráðnauðsynlegt að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Með lántöku ef ekki vill betur. Hver upphæðin á að vera hljóta sérfræðingar bankans að geta metið, að minnsta kosti treysti ég ekki VG til að meta það, eins og þau virðast telja sig umkomin að gera.


mbl.is Ráðherrar ræða íslensk efnahagsmál í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband