Ríkisendurskoðandi virtur að vettugi
30.4.2008 | 15:22
Þrátt fyrir margendurteknar ábendingar Ríkisendurskoðanda um að bæta eigi framkvæmd fjárlaga, virðist Árni Mathiesen ekkert ætla að taka tillit til þess í ljósi ummæla sinna á Alþingi í dag. Setja á allt í aukafjárlög eins og venjulega, þrátt fyrir að ljóst sé að tekjuáætlun muni ekki halda og ýmis útgjöld hafi verið ákveðin framhjá fjárlögum.
Er það þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar fjárlaganefndarmanna í þá vegu, bæði Gunnars Svavarssonar formanns og Kristján Þórs Júlíussonar varaformanns nefndarinnar.
Það er eins og Árni telji sig hafinn yfir alla gagnrýni og þurfi ekkert að hlusta á þessa menn, enda stendur til að ráða nýjan ríkisendurskoðanda. Ætli þolinmæði og langlundargeð verði ekki eitt af skilyrðunum sem sett verða til nýs ríkisendurskoðanda, svo Árni þurfi ekki að vera að hlusta á þetta tuð. Hann ætlar sér hvort eð er ekkert að fara eftir honum og því leiðinlegt að vera að hlusta á svona tuð.
![]() |
Ekki þörf á að endurskoða grunn fjárlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |