Sögufalsanir úr Valhöll halda áfram

Illugi Gunnarsson heldur áfram þeim sögufölsunum sem íhaldið hefur ákveðið að viðhafa í atlögu sinni að Íbúðalánasjóði.

Hélt hann því enn og aftur fram að það hefði verið Íbúðalánasjóður sem hefði haft frumkvæðið af því að koma inn á markaðinn með 90% lánin. Það er ekki rétt. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar stóð að fara ætti í allt að 90% lán með ákveðnu hámarki og útskýrt að það ætti að gera þegar og ef aðstæður í efnahagslífinu leyfðu það.

Þegar þetta var komið inn í stjórnarsáttmálann, ruku bankarnir inn með 90% lán, 100% og hærra, með miklu hærri hámörkun og án þess að fasteignaviðskipti væru að eiga sér stað. Íbúðalánasjóður fylgdi svo á eftir til að tryggja þeim sem bjuggu utan höfuðborgarsvæðis sama rétt og hinna sem bjuggu í þenslunni fyrir sunnan.

Ég hélt að Illugi væri vandaðri í sínum málflutningi en þetta. En hann er náttúrulega bara að hlýða línunni úr Valhöll.


Bloggfærslur 6. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband