Þingræðið er vanvirt enn og aftur með stuðningi Samfylkingarinnar
23.5.2008 | 12:08
Það er ómerkilegur málflutningur hjá stjórnmálaflokki sem situr í ríkisstjórn að koma fram tæpri viku fyrir þingfrestun með ályktun um að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið alvarlega. Ísland hafði 180 daga til að bregðast við því og rennur fresturinn út 11. júní. Engin viðbrögð hafa enn verið rædd á Alþingi sem ætti að móta stefnuna í þessum málaflokki eins og öðrum. Er þetta enn ein móðgun ríkisstjórnarinnar við þingræðið og enn ein staðfestingin á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig einræðisherra, hver í sínum málaflokki og telji sig hvorki þurfa að tala við kóng né prest um sína stefnu.
Þessi ályktun er ekkert annað en mótmæli við ríkisstjórnina og ráðherra hennar og undanskot frá þeirri ábyrgð sem flokkurinn axlaði með því að ganga í eina sæng með íhaldinu. Rétt er að benda á formaður þessa nefndar Samfylkingarinnar er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og hefði honum verið nær að hafa þrýst fyrr á um viðbrögð og séð til þess að tillögur til breytinga hefðu litið dagsins ljós á yfirstandandi þingi og tryggja að grundvallarstjórnskipun sé virt.
![]() |
Samfylkingin: Nauðsynlegt að taka úrskurð mannréttindanefndar alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dýrustu þenslumúffur Íslandssögunnar
23.5.2008 | 09:24
Mitt í öllu Írafárinu vegna Kárahnjúka voru gerð ein þau afdrifaríkustu mistök sem gerð hafa verið í virkjanamálum Íslendinga á hinum enda landsins. Orkuveitan sparaði við sig í kaupum á þenslumúffum eða smíði U-þenslustykkja og jók um leið svo mjög á sjónræn áhrif Hellisheiðarvirkjunar með því að láta lagnir hennar skikksakka um landslagið í staðin, að almenningsálitið hefur snúist gegn gufuaflsvirkjunum. Fram að því höfðu allir, bæði þeir sem voru almennt fylgjandi og almennt á móti virkjunum, lofað og prísað virkjun gufuaflsins fram yfir virkjun vatnsaflsins.
Nú hefur þessi viðsnúningur almenningsálitsins orðið til þess að hundruð og þúsundir mótmæla öllum frekari gufuaflsvirkjunum og á án nokkurs vafa meginþátt í því að Orkuveitan hefur slegið Bitruvirkjun af. Hef ekki kynnt mér álit Skipulagsstofnunnar svo ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort það hafi verið réttmætt eður ei, en það er alveg ljóst að fjöldi athugasemda sem barst hefur haft mikil áhrif, beint og óbeint og sá milljarður, sem undirbúningur þeirrar virkjunar hefur kostað, er farinn í súginn og líklegt að erfiðara verði að nýta önnur svæði í framtíðinni.
Dýrar þenslumúffur það...