Ítrekaðir sögufalsanir íhaldsins um Íbúðalánasjóð

Í krossferð íhaldsins gegn Íbúðalánasjóði hafa þeir ítrekað haldið því fram að það hafi verið Íbúðalánasjóður sem hafi riðið á vaðið með 90% lánin. Þetta er einfaldlega rangt, ÍLS hækkaði sitt lánshlutfall í 90% 6. des 2004, löngu eftir að bankarnir fóru inn á markaðinn, sem gerðist í ágúst og jókst svo stig af stigi, eins og lýst var í peningamálum.

Sem betur fer fylgdi Íbúðalánasjóður bönkunum eftir til að jafna þau kjör sem landbyggðin og höfuðborgin bjó við, en þróun hlutfallsins og hámarkslánanna hefur verið eftirfarandi:

Dagur

Hlutfall

Hámark

5.6.2004

65%

9,7

5.10.2004

65%

11,5

6.12.2004

90%

14,9

12.4.2005

90%

15,9

12.4.2006

90%

18

27.6.2006

80%

17

28.2.2007

90%

18

3.7.2007

80%

18

Vonandi hætta Sjálfstæðismenn að fara með þessar rangfærslur, svo umræðan um eggið og hænuna í því hver byrjaði að dæla peningum inn í hagkerfið færist á rétt plan. Einnig skora ég á Jóhönnu að standa keik í sinni baráttu við íhaldið, sem vill græðgisvæða Íbúðalánasjóð.


Bloggfærslur 28. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband