Framsóknarhjartað slær í takt

Guðni Ágústsson sló góðan takt í dag. Takt sem hjörtu Framsóknarmanna slá nú í. Um leið fór Framsókn að sýna sitt rétta andlit, sem flokkur sem getur fundið skynsamlega leið til lausnar á flóknum viðfangsefnum sem þjóðin þarf að kljást við, eins og spurningin um stöðu Íslands í Evrópu er.

Innan flokksins eru margir sem hafa ekki gert upp við sig hvert beri að stefna, en einnig stjórnarmenn í Heimssýn, samtökum andstæðinga ESB aðildar, formaður Evrópusamtakanna og stjórnarmenn í þeim samtökum. Þannig er alveg ljóst að Framsókn mun aldrei koma fram með niðurstöðu í þessu máli sem allir flokksmenn munu geta fylgt.  Í viðurkenningu á því felst einmitt styrkur Framsóknar, að geta borið virðingu fyrir skoðunum hvers annars og fundið þeirri umræðu skynsamlegan farveg, sem á endanum leiðir til lýðræðislegrar niðurstöðu þjóðarinnar.

Umræðan um framtíðarstöðu Íslands í Evrópu hefur hingað til verið allt of grunn og stjórnast um of tilfinningum og trú. Líklegast vegna þess hve margt er á huldu, forsendur óljósar og staðreyndir á reiki. Hefur hún oft frekar líkst rifrildi manna um ágæti fótboltaliða sinna en vitrænni umræðu um alvarleg málefni.

Upp úr því fari verður umræðan að komast og markar Framsókn með tillögu sinni um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu leið til þess. Umboðið yrði skýrt, markmiðin og viðfangsefnin betur skilgreind og verkefni stjórnmálamannanna þar með einfaldara og vænlegra til árangurs en ella.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband