Ólíklegt að olíuverð fari yfir 150 dollara

Ég á bágt með að trúa því að olíuverðið hækki til mikilla muna til viðbótar. Í mesta lagi í 150 dollara.

Ef verðið fer hærra, mun hvatinn til að færa sig yfir í aðra orkugjafa og orkubera aukast sem því nemur og það dregur jú úr eftirspurn eftir olíu.

Þeir aðilar sem hafa fjárfest í olíuvinnslu þurfa að fá þær fjárfestingar til baka og til þess þarf eftirspurn.

Því tel ég afar ólíklegt að OPEC hleypi verðinu mikil meira upp, þótt það sé freistandi vegna stundargróðans, en það mun koma niður á þeim til lengri tíma litið.

Ekki að umhverfið myndi sýta það.


mbl.is Verð á hráolíu yfir 141 dal tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband