Hávær mótmæli Sjálfstæðismanna gegn eigin forystu

Það er greinilega þung undiralda í Sjálfstæðisflokknum. Mótmæli gegn núverandi forystu flokksins eru hávær, ef rýnt er í hefðbundið tungutak þeirra og það borið saman við það sem maður á að venjast. Þögn þeirra um ágæti þeirrar ríkisstjórnar sem flokkurinn tekur þátt í er alger og lýsir vel þeirri óánægju sem virðist helst beinast gegn ráðherrum hennar, þá aðallega forsætisráðherra, Geir H Haarde.

Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár hafa nefnilega reglulega fengið að líta greinar og yfirlýsingar frá Sjálfstæðismönnum, þingmönnum sem óbreyttum, þar sem verk flokksins eru mærð, stefna hans og gæði öll. Yfirleitt er er Morgunblaðið vettvangurinn, en einnig aðrir miðlar.

Nú kveður svo við að það eru nánast engar slíkar greinar birtast í fjölmiðlum og skrifa þingmenn flokksins nánast engar greinar nema til að svara fyrir sig eða að ráðast á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn. Engin sókn eða kynning, nema greinar sem ganga þvert gegn forystunni, eins og ESB greinar Guðfinnu Bjarnadóttur og Ólafar Norðdal. Nú ætla ég ekki að tala um sjálfstæðismenn í atvinnulífinu, það væri of langt mál.

Hagstjórnargrein Illuga og Bjarna Ben eru það eina sem ég man eftir að hafa séð af umræðu um efnahagsmál í langan tíma, ekkert hefur komið fram síðan, nema það litla sem hefur komið frá Geir H Haarde og fæst af því hefur verið markvisst eða komist til framkvæmda fyrr en eftir dúk og disk. Líklegast virðast þeir ekki vilja bendla sig við þá efnahagsstjórn sem flokkurinn stendur fyrir. Lái þeim hver sem vill.

Hreinar og klárar árásir þingmanna á samstarfsflokkinn er einnig merki um að þeim líði illa, séu að hugsa sinn gang og láti því illa að stjórn forystunnar.

Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með því hve lengi þingflokkur Sjálfstæðismanna mun þola núverandi ástand og hvenær þeir krefjast breytinga...


Bloggfærslur 28. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband