Baugsmálið: Af hverju stígur Þorsteinn Pálsson ekki fram?

Viðtal Agnesar Bragadóttur við Jón Ásgeir Jóhannesson í sunnudagsblaði Moggans var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Stærstur hluti þess var eðlilega endurtekning á hlutum sem hann hefur þegar tjáð sig um og það ætti heldur ekki að koma á óvart að hann skuli ætla með einhver fyrirtæki úr landi í kjölfar dómsins. Hlýtur 365 að standa þar ofarlega á blaði og að því loknu hef ég trú á að sett verði fjölmiðlalög án mikilla mótmæla.

En það sem var merkilegt var sú yfirlýsing hans að þingmenn, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og fyrrveranda forsætisráðherra hefðu staðfest við hann að upphaf rannsóknarinnar mætti rekja til pólitískrar íhlutunar. Það þarf ekki að beita flókinni útilokunaraðferð til að komast að því að með fyrrverandi forsætisráðherra á Jón Ásgeir við Þorstein Pálsson, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins og starfsmann Jóns.

Af hverju hefur Þorsteinn, sem getur varla skuldað Davíð eða öðrum af þeim sem liggja undir grun að hafa beitt pólitískum áhrifum sínum í þessu máli neitt, ekki stigið fram og opinberað vitneskju sína, eða er þetta kannski oftúlkun hjá Jóni Ásgeiri?

Við þessu hljótum við að fá svör fljótlega.


Bloggfærslur 29. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband