Nýr meirihluti - hvað mun Ólafur F gera?
8.6.2008 | 23:50
Í svokölluðum málefnasamningi Ólafs F og Sjálfstæðisflokksins stendur að það eigi að vera Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sem eigi að taka við af Ólafi F sem borgarstjóri. Ekki einhver annar Sjálfstæðismaður.
En það er eitt í þessu spili sem ekki er búið að klára. Nú hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að breyta samningnum við Ólaf F einhliða, með því að skipta nafni Vilhjálms út fyrir Hönnu Birnu.
Það er í rauninni kominn nýr meirihluti með þessum gjörningi. Sá fjórði.
Mun Ólafur F geta treyst því að Sjálfstæðismenn ætli sér ekki að breyta einhverju fleira einhliða í leiðinni? - fordæmið er jú gefið.
Verður Ólafur F tilbúinn til málamiðlana að hætti Hönnu Birnu, svipaðra og hún ætlaðist til af Birni Inga, að hann miðlaði málum með því að fallast á allt sem þau sögðu í REI ruglinu þeirra!
***
Þetta er í rauninni afar haganlegt fyrir Sjálfstæðismenn, nú geta þeir undirbúið málin þangað til að þeir fá borgarstjórastólinn og hafið þá flugeldasýningu fyrir kosningar. Óánægja sem safnast alltaf í kringum ákvarðanir yfirstjórnendur festast á Ólaf en Sjálfstæðismennirnir sleppa við sletturnar fram að því.
Við útsvarsgreiðendur þurfum að borga brúsann, en það er þeim nok sama um, bara að fylgið hækki.