Götótt greining á hryðjuverkaógn

Það er full ástæða til að taka greiningu ríkislögreglustjóra gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi alvarlega og bregðast við henni á ábyrgan hátt.

En það sem stingur í augun er að skýrslan, í það minnsta sú opinbera, fer ekkert inn á þá hryðjuverkaógn og þau hryðjuverk sem þó hafa verið framin á Íslandi, en það eru umhverfishryðjuverk.

Í svipinn man ég eftir tveimur slíkum en ég er nokkuð viss um að þau séu fleiri. Árið 1970 sprengdu heimamenn í Mývatnssveit stíflu í Laxá góðu heilli og 1986 sökkti Sea Shepherd hvalbátum og unnu skemmdir á hvalstöðinni í Hvalfirði.

Þessir atburðir falla klárlega undir skilgreininguna á hryðjuverkum, eins og alþjóðasamfélagið hefur sett hana og því skrítið að ekkert skuli minnst á þá ógn.

Þarf t.d. ekki að meta ógnina af því að einhver sprengi Kárahnjúkastíflu, með þeim hamförum sem það gæti valdið?


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

...á Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir í leiðara 24 stunda í dag, þar sem hún fjallar um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu:

"Markmiðið með einkarekstrinum þarf að vera skýrt. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á að vera sjúklingunum, skattborgurunum og rekstaraðilunum öllum til hagsbóta en ekki aðeins þeim síðastnefndu."


Bloggfærslur 1. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband