1, 2 og glansbæklingur á kostnað borgarbúa
13.7.2008 | 23:49
Fékk þennan líka fína bækling inn um bréfalúguna fyrir helgina, en þar voru kynntar þær framkvæmdir sem til stendur að fara í á grundvelli verkefnisins, 1, 2 og Reykjavík.
Vefurinn 1, 2 og Reykjavík er til hreinnar fyrirmyndar sem tól fyrir okkur borgarbúa að hafa samband við borgina, en hér er því miður verið að kynna gamalt vín á nýjum belgjum og hafa áhugasama borgarbúa sem hafa tekið þátt í verkefninu að háði og spotti.
Ég fæ nefnilega ekki betur séð en að fyrir löngu hafið verið búið að ákveða að fara í megnið af þeim verkefnum sem þarna eru kynnt. Reglubundin viðhaldsverkefni gatna og lóða og svo verkefni sem Umhverfis- og samgönguráð hafði þegar ákveðið að fara í meðan ég sat í því í upphafi kjörtímabilsins í tengslum við Grænu skrefin góðu. Fjölgun ruslabiða, lagfæring og lagning hjólreiðastíga, göngustígagerð, endurnýjun og fjölgun bekkja, vatnshanar og fjölgun flokkunarstöðva fyrir úrgang.
Auðvitað eru einhver verkefni sem koma ekki úr Grænu skrefunum eða eru reglubundin, lögbundin viðhaldsverkefni, minna væri nú, en þau eru sorglega fá og er því greinilegt að hér er meiri auglýsingamennska en raunverulegur vilji til að bregðast við ábendingum borgarbúa um hvað mætti betur fara í borginni.
Það er góð búmennska að nýta hlutina vel, en er ekki full mikið að láta prenta glansbækling fyrir margar milljónir til þess eins að reyna að lappa upp á laskaða ímynd með endurnýttum fyrirætlunum um aðgerðir sem löngu er búið að ákveða að ráðast í?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orð dagsins...
13.7.2008 | 12:15
...á Ólafur Jóhann Ólafsson um REI málið:
"Skynsamt fólk þarf að setjast niður og leysa þessi vandamál"
Því miður verður maður að taka undir með honum í því mati hans að það hafi ekki verið tilfellið hingað til.
![]() |
Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |