Ríkisstyrkt Ker í einkaeigu

Þetta Kermál er afar merkilegt í alla staði.

Nú hefur komið fram að Ferðamálastofa hefur veitt styrki til að bæta aðgengi að Kerinu, en fé sem veitt er í þann úthlutunarsjóð er ætlað til að bæta aðgengi ferðaþjónustufyrirtækja að áhugaverðum stöðum.

Ef hið opinbera er að veita styrki til að bæta aðgengi ferðamanna að stöðum án þess að sett séu skilyrði um aðgengi ferðaþjónustunnar er það alvarleg handvömm af hendi þeirra embættismanna sem ganga frá styrkjunum.

Ég tel grundvallarmun á því hvort almenningi sé heimiluð lögleg för um land og hvort ferðaskrifstofur megi hafa tekjur af því að sýna land í annarra eigu. Því hefði málstaður Kerfélagsins verið allur annar ef styrkurinn hefði verið veittur úr einhverjum náttúruverndarsjóði eða engin styrkur verið veittur.

Þetta leiðir huga manns að þeirri hliðstæðu þversögn sem felst í því að almannafé sé veitt í gegnum rannsóknarsjóði til einkaaðila sem geta svo gert sama almenning að féþúfu í gegnum einkaleyfi sem koma hugsanlega út úr þessum rannsóknum. Meira að segja Bandaríkjamenn hafa komið í veg fyrir slíkt. Ef almenningur hefur einu sinni greitt fyrir eitthvað í gegnum opinbera rannsóknar og þróunarstyrki ætti ekki að vera heimilt að endurrukka hann fyrir hið sama á ný að þróun lokinni.


Það er sama hvaðan gott kemur - eða hvað?

Það er í það minnsta fróðlegt að lesa þennan pistils Stefáns Friðriks um hugmyndir Valgerðar Sverrisdóttur sem eru í svipaða veru og þær hugmyndir sem Sjálfstæðismenn mæra Björn Bjarnason fyrir núna.

"Voru flestir hissa á því að viðskiptaráðherra skrifaði svo illa ígrundaða grein"

Haldið var áfram.

"Svo var merkilegt að sjá kostulegan pistil Valgerðar á vef hennar í gær. Þar lætur hún ritstjóra Morgunblaðsins fá það óþvegið í kjölfar þess að Styrmir Gunnarsson ritstjóri, skrifaði í staksteinum á þá leið að gera verði þá kröfu til ráðherra að þeir hafi lágmarksþekkingu á þeim málaflokki sem þeim sé trúað fyrir."

Eigum við að byrja að rifja upp yfirlýsingar ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem hafa sýnt sig að vera í raun kostulegar og illa ígrundaðar og byggðar á lítilli þekkingu?

 


Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband