Spekingur spjallar
18.7.2008 | 23:11
Það er gott að sjá að nýráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra hafi það forgangsatriði á hreinu að berjast þurfi við verðbólguna. Vonandi hefur hann líka á hreinu það forgangsatriði að halda atvinnuleysi niðri.
Reyndar er ráðning Tryggva Þórs, eins hæfur og hann er örugglega í þetta verkefni, viðurkenning og staðfesting á því algera ráðaleysi sem hingað til virðist hafa ríkt hjá ríkisstjórninni í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin hefur reynt að spila kúl og láta á engu bera, sagst vera að fylgjast með og ekkert verði gert í óðagoti, meðan að raunveruleikinn virðist hafa verið alger ósamstaða og kjarkleysi til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegt er að taka í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Vonandi munu Tryggvi geta brýnt ríkisstjórnina til verka. Tími er til kominn og hefur almenningur og fyrirtæki landsins þegar borið nóg tjón af ráðaleysi hennar.
![]() |
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En milliard her og milliard der...
18.7.2008 | 00:02
...det samler sig op til penger, á forstjóri Norsk hydro að hafa sagt einhverntíma.
Það er spurning hvað honum þætti um þá eitt þúsund milljarða sem ég hef fært rök fyrir að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka Íslands þurfi að vera, ættum við að halda myntinni sjálfstæÆtli ðri.
Til að útvega þá peninga þarf að taka lán. Ætli vaxtagreiðslurnar af því láni yrðu ekki í kringum 30-50 milljarðar á ári.
Ætli Seðlabanka Evrópu þætti ekki gott að fá slíka upphæð fyrir að tryggja íslenska krónu með tvíhliða gengissamningi, þar sem íslenska krónan yrði bundin evrunni, svipað og Danir hafa gert, fyrst við þýska Markið og nú við evruna. Spurning hvort jafnvel væri ekki hægt að réttlæta hærri upphæð, t.d. með núverandi kostnaði gengismun.
...og báðir aðilar njóta góðs af meðan við áttum okkur á því hvað við viljum í Evrópumálum.