Takmörkun á aðgengi að ferðamannastöðum það sem koma skal?
2.7.2008 | 19:32
Það eru margar spurningar sem vakna í tengslum við þessa ákvörðun Kerfélagsins.
Réttur almennings til frjálsrar farar um landið er skýr í lögum, en spurning er hvort sama gildi um átroðning af völdum atvinnustarfsemi. Mér finnst sitthvað geti gilt, enda greiða þeir sem hafa tekjur af því að láta menn horfa á Kerið ekkert til eigenda þess, þrátt fyrir að það liggi augljóslega fyrir að átroðningur af völdum ferðamanna kalli á framkvæmdir til að vernda það með lagningu göngustíga og útsýnispalla.
Kerfélagið sýnir að þeir bera réttmæta virðingu fyrir eign sinni og eðlilegt að þeir vilji vernda hana, en spurning er hvort þeim sé heimilt að gera hana að beinni féþúfu. Spurningin er hvort ramminn í kringum þetta sé nægjanlega góður og í raun og þarf í framhaldinu að taka ákvörðun um hvort fara eigi kapítalíska eða samfélagslega leið.
Það er alveg ljóst að á mörgum vinsælum ferðamannastöðum er alls ekki nóg að gert til að vernda svæðin og fara í þær framkvæmdir sem þarf til að vernda svæðin fyrir átroðningi ferðamanna. Úr því þarf að bæta og koma upp sanngjörnu og um leið einföldu kerfi.
Fara þarf vel yfir þetta á komandi þingvetri.
Vonandi verður þetta kært sem prófmál, þannig að löggjafinn geti farið gaumgæfilega yfir málið í framhaldinu.
![]() |
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |