Óttalegt bull í viðskiptaráðherra
22.7.2008 | 16:32
Yfirmönnum Kaupþings ber engin skylda til þess að segja viðskiptaráðherra neitt um sín plön, í þeirra huga hlýtur skyldan til að gæta hagsmuna hluthafa að vera sterkari samtölum við ráðherra. Þess vegna er þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra algerlega marklaus og væri honum hollast að láta það eiga sig að gefa út yfirlýsingar um hluti sem hann hefur enga stjórn á og einbeita sér í staðinn að einhverju mikilvægara, eins og að reyna að ná stjórn á efnahagsmálin. Vinnumarkaðurinn heyrir og heldur ekki undir Viðskiptaráðuneytið, heldur Félagsmálaráðuneytið.
Það að kappkosta að halda úti bæði SPRON og Kaupþingi gæti þýtt að meðan verið er að sameina kerfi fyrirtækjanna verði báðum útibúakerfunum haldið úti. Þegar það er svo búið verður örugglega skoðað hvort útibúakerfið verður sett á og hvað verður gert við þau, því það er engin skynsemi í því að vera í samkeppni við sjálfan sig. Þá verði teknar ákvarðanir, þótt fyrirætlanirnar hljóti þegar að vera nokkuð skýrar.
![]() |
Ráðherra trúir ekki á uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |