Tjarnarkvartettinn var ekki möguleiki

Nú er komið á hreint að meirihluti Tjarnarkvartettsins var aldrei möguleiki, enda báðir samstarfsmenn Ólafs F borið það til baka að hann hafi ætlað sér að segja af sér til að rýma fyrir Margréti Sverris.

Þannig að næsti leikur í stöðunni hlýtur að vera að kanna með hvaða hætti sé hægt að stjórna borginni með vitrænum hætti.

- Það er á ábyrgð allra kjörinna borgarfulltrúa. Til þess buðu þeir sig fram og undir þeirri ábyrgð verða þeir að standa. Allir.

Það verður víst ekki gert nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins, þótt hann hafi ekki sýnt af sér góða stjórnunarhæfileika á síðustu misserum. Við það verður fólk að sætta sig.

Vinstri Græn og Samfylkingin verða að svara því, hvernig þau sjá fyrir sér stjórn borgarinnar áður en þau gagnrýna aðra fyrir að reyna að finna fleti á því hvernig stjórna eigi borginni út kjörtímabilið.

Helst sæi ég fyrir mér þjóðstjórn með aðkomu allra framboða nema Ólafs F og verða VG og S að svara því hvort þau séu tilbúin til þess að taka þátt í henni.

Ef yfirlýsing VG og S um áhuga á slíku fyrirkomulagi kæmi fram, er komin upp ný staða að vinna úr.


mbl.is Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn í borgina

Ef rétt er að borgin hafi verið stjórnlaus í 2-3 mánuði er það stóralvarleg vanræksla af hálfu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við því fyrst núna. Vanræksla sem mun fylgja Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið.

Best væri að Ólafur F segði af sér og hleypti Margréti Sverrisdóttur að aftur og Tjarnarkvartettinn tæki við stjórninni aftur. Það er þó ólíklegt að Ólafur F geri það, svo það eina rétta í stöðunni væri að Tjarnarkvartettinn settist niður með Sjálfstæðisflokknum og borgarfulltrúarnir spyrði sig einnar spurningar:

Hvernig ætlum við að stjórna borginni út kjörtímabilið?

Það bera allir borgarfulltrúar ábyrgð á því að þessari spurningu verði svarað.

- Allir -

Líka þeir sem standa vel í skoðanakönnunum og vilja gjarnan leika vörn til að halda fengnum hlut.

Það gera menn með því að mynda ekki fastan merihluta, heldur reyna að ná sáttum um sem flest mál, en una flokkunum að mynda breytilega meirihluta um einstök mál.

En allir flokkar verða að standa saman að fjárlagsáætlun borgarinnar. Það er lykilatriði.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband