Meint samstaða í orkumálum kemur á óvart

Aðspurður í þættinum í vikulokin á Rás 1 í gær, kom það Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að fjármálaráðherra, Árni á Kirkjuhvoli, hafi lýst því yfir að samstaða væri í ríkisstjórn í orkumálum.

Hverju á maður eiginlega að trúa?

Ef trúa mætti Árna Mathiesen, að samstaða sé í ríkisstjórninni er greinilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki að baki ráðherrum sínum. Það eru tíðindi.

Ég hallast að því að trúa Bjarna, að allt sé upp í loft í þessum málaflokki, sem og öðrum og þess vegna komi ríkisstjórnin sér ekki að verki í nokkrum hlut, getur ekki einu sinni boðað aðila efnahagslífsins á fund, þótt það hafi verið boðað í marga mánuði.

Á meðan ríkur verðbólgan af stað og almenningur borgar.


Bloggfærslur 31. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband