Ekki einn dag!!! - firringin alger

Stórundarleg yfirlýsing forsætisráðherra um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði nú aldeilis borið árangur kom strax fram í hækkuðu skuldatryggingaálagi bankanna. Markaðurinn er ekki lengi að gefa sín skilaboð og bankarnir og almenningur í framhaldinu er látin borga fyrir vantrúna á efnahagslífi sem leitt er af þessari dæmalausu ríkisstjórn.

Auðvitað snýst viðskiptajöfnuðurinn þegar fyrirtæki landsins fá ekki fjármögnun fyrir daglegum rekstri og allar fjárfestingar stöðvast, hvort heldur er rekstrarmuna- eða fastafjármunafjárfestingar!

Er það eitthvað að stæra sig af að fyrirtæki landsins séu komin í stóra stopp?

Það getur ekki þýtt annað en atvinnuleysi og það er aldeilis eitthvað að monta sig af !

Fyrr en seinna fer þetta einnig að koma niður á útflutningi og getur vöruskiptajöfnuðurinn vart farið annað en í sama farið eða hvað?.

Nú áðan bætti formaður iðnaðarnefndar um betur með því að lýsa því yfir að úrskurður umhverfisráðherra um að álver, flutningur og orkuvinnsla álversins eigi að fara í sameiginlegt umhverfismat í stað tefði Bakkaverkefnið ekki um einn dag.

Ekki einn einasta dag.

Þessu heldur hún fram, þótt fyrir liggi að með úrskurði ráðherra sé ljóst að ekki er hægt að hefja tilraunaboranir til að kanna hve mikla orku er að hafa á svæðinu, fyrr en búið er að ljúka umhverfismati á álveri, sem aftur þarf að vita hve mikla orku fær áður en hægt er að ljúka hönnun á!

Af hverju segir Samfylkingin ekki eins og er og viðurkennir að hún vilji ekki álverið á Bakka, ef það er stefna flokksins?

Eða er það Alþýðubandalagið og Kvennalistinn sem eru á móti, meðan að Þjóðvaki og Alþýðuflokkurinn er fylgjandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, en þessar fylkingar nái ekki samkomulagi og því sé hringlandinn alger?

Ef það er ekki tilfellið verður Samfylkingin að koma með trúverðugar skýringar á því hvernig komið verði í veg fyrir seinkun um einn einasta dag og hvernig hún ætli að tryggja hagstæða orkusölusamninga, þegar búið er að úrskurða alla mögulega samkeppnisaðila um orkuna út af borðinu.

Sömu spurningu verður Sjálfstæðisflokkurinn einnig að svara, því hann styður jú ríkisstjórnina alla og í því felst að hann verji ráðherra hennar vantrausti.

Sjálfstæðismenn geta ekki skotið sér undan ábyrgð.


mbl.is Álag bankanna hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni á Kirkjuhvoli þarf að útskýra sitt mál

Ég er steinhissa á því að Ísland skuli ekki vera með í þessu samkomulagi um aðgang að skattaupplýsingum á Ermasundseyjum.

Ég á erfitt með að trúa því að okkur hafi ekki verið boðið að vera með norrænum vinum okkar, svo annaðhvort hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að vera ekki með eða einhver embættismaður þarf að útskýra af hverju hann les ekki tölvupóstinn sinn.

Ég hallast að fyrri skýringunni og þarf Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ að útskýra fyrir okkur af hverju hann vill ekki þessar upplýsingar.

Þetta getur ekki annað en stráð fræjum efasemda og vantrausts. Hélt að nóg væri komið af þeim þegar.


mbl.is Norðurlönd semja við Ermasundseyjarnar um skattaupplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband