Atvinnumál ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar?
7.8.2008 | 00:01
Undanfarið hefur læðst að manni sá grunur að núverandi ríkisstjórn telji atvinnuuppbyggingu ekki á sínu verksviði. Mýmargt í gjörðum og aðgerðaleysi hennar hefur rennt stoðum undir það, en í Kastljósviðtali kvöldsins tók Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, af allan vafa þegar hún svaraði spurningum um úrskurð sinn um umhverfismat atvinnuuppbyggingar við Húsavík:
"Það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að reisa álver, það er stefna sveitastjórna, sem sjá um atvinnuuppbyggingu í landinu, að efla atvinnuuppbyggingu á sínum svæðum."
Orðskrúð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, Kristjáns L Möller og annarra Samfylkingarmanna í NA kjördæmi er sem sagt bara merkingarlaust hjal, beins stuðnings er ekki að vænta og viljayfirlýsing iðnaðarráðherra marklaust plagg, enda málið ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar.
Það er greinilegt að Framsókn er ekki lengur í ríkisstjórn.
![]() |
Leiða leitað til að koma í veg fyrir töf á Bakkaframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |