FL 2 - hver er ábyrgð stjórnarmanna?

Það er skrítið að fylgjast með skýringum á því hvernig farið hefur verið inn í almenningshlutafélög og þau ryksuguð að innan, ef marka mál þetta myndband, sem einhver hefur tekið saman.

Það sem fær mann til að staldra við er ábyrgð stjórna fyrirtækja gagnvart hluthöfum og lögmæti ákvarðana, þegar ákvarðanir virðast teknar framhjá stjórnum.

Þegar maður kaupir hlutafé í félagi sem er skráð í kauphöll væntir maður þess að það sé varið með ákveðnari og stífari reglum en í óskráðum félögum og eftirlit með starfsemi þess sé meiri en ella.

  • Getur virkilega verið að Hannes Smárason hafi ritað fyrirtækið einn?
  • Þurfti ekki meirihluta stjórnar til að rita fyrirtækið og samþykkja meiriháttar ákvarðanir?
  • Ef fleiri stjórnarmenn rita fyrirtækin, hverjir skrifa upp á gjörningana, en hlaupast svo frá þeirri ábyrgð?
  • Ætla hluthafar að láta það yfir sig ganga að stjórn hlaupi einfaldlega frá ábyrgð sinni og láti fyrirtæki og hlutafé eftir í höndum á fólki sem það vantreystir greinilega sbr yfirlýsingar stjórnarmanna og fv forstjóra?
  • Hefur Kauphöllin engu hlutverki að gegna?

Ef hluthafar geta ekki varið hendur sínar í gegnum hlutafélagalög og lög um kauphallarviðskipti þarf að fara undir eins í endurskoðun þeirra laga.

- Hér er verðugt verkefni handa viðskiptaráðherra.


Bloggfærslur 1. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband