Enn ein skýrslan um strandflutninga

Það er ekki einleikið hvað menn eiga erfitt með að skilja hvernig flutningar um landið fara fram.

Enn og aftur er viðhaldið þeirri bábilju að strandflutningar séu aflagðir og skoða þurfi að koma þeim á aftur.

Fyrir það fyrsta þá eru strandsiglingar alls ekki aflagðar. Þær eru meiri nú en áður ef eitthvað er, þótt skipin séu hætt að sigla hálftóm hringin í kringum landið samkvæmt einhverri áætlun.

Samskip og Eimskip bjóða upp á strandflutninga frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Austurlands, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Ég heyri ekki annað á þeim en að nýtingin á þeim sé skelfileg og væri ekki komið við á þessum stöðum nema vegna þess að frá þessum stöðum er útflutningur sem fer beint út. Það er í sjálfu sér strandflutningur, ef menn skilgreina Reykjavík sem eina vöruflutningamiðstöðin, eins og þessi umræða snýst öll um í vanþekkingu sinni.

Þar að auki er salt, mjöl, lýsi, áburður, olía og mikið magn frosinna fiskafurða, flutt beint inn og út á ströndina. Allt er þetta strandflutningur auk þess sem ferskur fiskur er fluttur út með Norrænu, sem er einnig strandflutningur við þær forsendur sem þessi umræða gefur sér.

Það er rétt að hver tonnkílómeter mengar minna og kostar minna ef hann er á sjó miðað við vegaflutninga, en inn í þann reikning verður að taka lagerhald úti á landi, kostnað við umskipun, þjónustustig og þau lífsgæði sem felast í stöðugu aðgengi að ferskum matvörum, sem strandflutningar geta ekki veitt.

En ég fagna því að viðhalda eigi flutningsjöfnun olíuvara. Þar á Birkir J Jónsson heiður skilinn fyrir að standa vaktina og vekja aðra þingmenn til vitundar um nauðsyn hennar.


mbl.is Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara verði starfræktur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband