Er Samfylkingin líka hlaupin frá Evrópustefnu sinni?
20.9.2008 | 21:28
Samfylkingin hefur haft það á stefnuskrá sinni um talverða hríð að Ísland eigi að vera í Evrópusambandinu, að setja eigi samningsmarkmið og sækja um. Í það minnsta fyrir kosningar:
"Ísland á að vera fullgildur þátttakandi í Evrópusamstarfi. Ísland er nú þegar aðili að flestum þáttum Evrópusamstarfsins og því ástæðulaust að ætla annað en að aðildarviðræður gætu gengið greiðlega."
Þess vegna skýtur það skökku við að formaður Samfylkingarinnar skuli nú vilja að sótt verði um aðild að evrunni án inngöngu í ESB.
Er innganga í ESB sem sagt enn eitt dæmið um að það sé ekkert að marka það sem sagt var fyrir kosningar, þar sem flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn?
Er sem sagt hægt að breyta stefnu Samfylkingarinar án þess að landsfundur flokksins samþykki það, bara að það líti vel út og hljómi svipað og síðasti ræðumaður?
Reyndar er þessi málsmeðferð í samræmi við meðhöndlun næsta máls á dagskrá Samfylkingarinnar:
"Samfylkingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að verða eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða."
![]() |
Eyða þarf óvissu um evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takk fyrir mig
20.9.2008 | 18:00
Mikið ofsalega er gott að vera Íslendingur og búa við þetta frábæra heilbrigðis- og tryggingakerfi okkar. Við verðum að hlúa að því og standa vörð um grunngildi þess, jafnt aðgengi fyrir alla að bestu þjónustu sem völ er á, um leið og það á auðvitað að þróast áfram til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og skilvirkni kerfisins.
Var að eignast mitt þriðja barn á Landspítalanum og var hver starfsmaðurinn öðrum elskulegri, fumlausari og faglegri í sínum störfum.
Varð hugsað til allra þeirra kvenna sem búa við að þurfa að eignast börn við ömurlegar aðstæður, án hreinlætis og hjálparmiðla, en ekki síst án þjálfaðra ljósmæðra.
Við erum heppin, Íslendingar og takk fyrir mig.