Þrot Glitnis: Afleiðing seinagangs og afskiptaleysis ríkisstjórnarinnar
29.9.2008 | 10:42
Glitnir hefur greinilega fengið stórt nei frá sínum endurfjármögnunaraðilum. Er það þrátt fyrir meinta sterka stöðu og gott eignasafn.
Fjármögnunaraðilar er greinilega á stóru bremsunni, forðast alla áhættu og hugsa fyrst og fremst um eigin skinn.
Eðlilega.
Ísland er ekki í úrvalsdeild þjóða sem gerðu með sér samkomulag um daginn.
Ísland er ekki í 1. deild þjóða sem gerðu samkomulag við seðlabanka USA um daginn.
Fjárfestar vita því ekkert hvar þeir hafa íslenskt hagkerfi og á meðan það er ekki vitað þora menn ekki að fjárfesta.
Ef menn hefðu nú haft dug í sér að styrkja grundvöll krónunnar og hagkerfisins með því að styrkja Seðlabankann, eins og Alþingi hafði veitt heimild til og liðka enn frekar fyrir eðlilegum viðskiptum með útgáfu skuldabréfa sem t.d. lífeyrissjóðirnir hefðu getað fjárfest í, en fram hefur komið að þeir hafa ekki getað fjárfest hér á landi, þeir hafa ekki haft neitt að kaupa. Þannig hefði grundvöllur og staða efnahagslífsins verið sterkari og því meiri líkur á því að við hefðum getað verið í 1. deild. Fyrir því voru allir möguleikar, enda hafði síðasta ríkisstjórn borgað upp öll lán ríkissjóðs, þannig að borðið var hreint og möguleikarnir því miklir.
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað verður nú um Baug?
29.9.2008 | 10:11
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni hefur á Baug, en óbeinn eignarhlutur Baugs í Glitni var umtalsverður.
Er Davíð þar með búinn að ná fram fullum hefndum gegn "götustrákunum" sem voru honum svo óþægir þegar hann var forsætisráðherra?
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |