Glitnir: Hugsanleg framvinda...

Núverandi hluthafar Glitnis, sem standa frammi fyrir tilboði ríkisins um 75% rýrnun síns eignarhluts í bankanum hljóta að hugsa sinn gang.

Ef þeir ná að fjármagna sig, til dæmis með því að renna inn í annan banka, með hlutafjáraukningu á minni hlut í bankanum gegn sömu upphæð eða með láni t.d. gegn veði í öllu hlutafé bankans, eða öðrum veðum, enda um dúndurkaup að ræða eins og Pétur Blöndal orðaði það, hlýtur eitt að blasa við:

Glitnir fer úr landi.

Allt í boði Sjálfstæðisflokksins sem geranda og Samfylkingarinnar sem samþykkjanda.


mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Jón Ásgeir eitthvað inni hjá Samfylkingunni?

Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.

Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.

Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?

Jón Ásgeir hlýtur að hafa vitað að Björgvin var ekki beinn aðili að málinu, Ingibjörg Sólrún gekk framhjá honum, varaformanni flokksins og þingflokksformanni og veitti iðnaðarráðherra umboð til að fjalla um málið fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Taldi hann sig eiga meira inni hjá honum en öðrum?


mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband