Ljósmæðradeilan: Til hvers er Samfylkingin í ríkisstjórn?
5.9.2008 | 11:04
Meðan gusurnar hafa gengið yfir Árna M Mathiesen fjármálaráðherra vegna afstöðu hans til leiðréttingarkröfu ljósmæðra gerir Samfylkingin... ekkert.
Formaður flokksins hefur ekkert tjáð sig hvað ég hef tekið eftir og í ljósi þess hve foringjaræðið er orðið mikið í íslenskum stjórnmálum þýðir það bara eitt. Hún ætlar ekki að beita sér.
Send er út fréttatilkynning í gegnum kvennahreyfingu Samfylkingarinnar um að hún sé á móti. Líklegast í von um að gusurnar lendi ekki á þeim.
Það er kattarþvottur af aumustu gerð.
Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ber þar með sameiginlega ábyrgð samkvæmt lögum, enda hlýtur málið að hafa verið rætt í ríkisstjórn. Málið er aukinheldur meitlað fast í stjórnarsáttmálanum, svo hæg eru heimatökin ef viljinn er fyrir hendi.
Þarf að minna á jafnréttisstefnuna sem Samfylkingin var kosin út á í síðustu kosningum eða ætlar Samfylkingin að ástunda sömu vörusvik þar og hún hefur þegar gert með Fagra Ísland?
Er nema von að maður spyrji til hvers er Samfylkingin sé í ríkisstjórn?
![]() |
Mikið álag á starfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)