Hver er ber að baki...

Bræður okkar Norðmenn hafa sent fulltrúa sína til landsins í löngum bunum á undanförnum vikum. Helst virðast það vera fulltrúar systurflokka Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem eru að reyna að telja fólki trú um að það sé ekki góð hugmynd að sækja um aðild að ESB.

Út frá þeirra hagsmunum er það eðlilegt. Það gerir þeirra samningsstöðu gagnvart ESB verri að við værum komin inn, enda yrði samningur okkar við ESB notaður sem fordæmi fyrir þann samning sem Norðmönnum byðist næst, samningur sem endurspeglaði okkar hagsmuni en hentaði ekki endilega Norðmönnum.

Sömuleiðis yrði það Norðmönnum erfiðara í samningum um flökkustofna að vera orðnir umkringdir ESB á eina hlið í viðbót.

Þannig að hagsmunir Norðmanna er að við förum ekki inn á undan þeim, helst á eftir og því reyna þeir að hafa áhrif á okkur í þá átt.


mbl.is Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband