Gleðidagur í Washington

Miklar væntingar eru bundnar við Barak Obama, sem tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag.

Hann lofaði miklu, en hann er strax farinn að uppfylla þau kosningaloforð í ræðu sinni í dag.

Hann blés von og kraft í þjóð sína, hann sagði satt um að efnahagsmálin væru langhlaup en hann ætlaði að takast á við það, hann sagði að ef fólk byggði á sínum gildum myndi þjóðin standa sterk áfram.

Það vildi ég óska að hin íslenska ríkisstjórn gerði bara eitthvað eitt af þessu, eða reyndi að minnsta kosti að láta líta út fyrir það.

Þá myndi mér líða betur.


mbl.is Obama kemur í Hvíta húsið sem forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband