Upplýsingafulltrúi Jóns Ásgeirs verður sér til skammar

Þótt ég sé síður en svo stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og telji að hún eigi að koma sér frá, komi hún sér ekki saman um aðgerðir, þá get ég ekki annað en lýst fullkominni hneykslan á framkomu Sindra Sindrasonar fyrrverandi upplýsingafulltrúa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Íslandi í dag núna áðan.

Framkoma Sindra gagnvart forsætisráðherra, sem ber EKKI ábyrgð á því hvernig bankarnir höguðu sér, þótt hann hefði ásamt öðrum átt að standa vaktina betur, er með þeim hætti að það er ekki hægt að kalla hann blaðamann.

Spurningar hans voru allar hlutdrægar og gildishlaðnar og í engu samræmi við siðareglur blaðamanna. Eins og að "sjá sóma ykkar í að segja af sér" og svo leyfði hann honum ekki svara hálfri spurningu.

Sindri sýndi ekki Jóni Ásgeiri þessa hörku um daginn, þegar hann var í viðtali, þótt sá maður hafi verið gerandi í bankahruninu, en forsætisráðherra meira áhorfandi.

Þvílík vinnubrögð !!!!


Þá liggur það fyrir - kosningar í vor

Formaður Samfylkingarinnar, í forföllum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem er vonandi á batavegi, hefur nú lýst því yfir að boðað verði til kosninga í vor.

Það er skynsamlegt að kjósa ekki strax, það verður að ganga frá ákveðnum hnútum í tengslum við bankahrunið og koma efnahagsmálunum í ákveðinn farveg, áður en farið yrði í kosningabaráttu, því þau virðast ekki vera í neinum farvegi núna.

Ef ekki verður af kosningum í vor, verður varaformaður Samfylkingarinnar að segja af sér, enda þá algerlega rúinn öllu trausti.


mbl.is Óhjákvæmilegt að kjósa í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband