Hvaða skoðun hafa 3,6% Frjálslyndra?

Það er allrar athygli vert að 51,6% skuli vera á móti aðildarviðræðum, 34,8% fylgjandi, 9,5% óákveðnir og 0,5% kusu ekki á réttan hátt.

En hver er skoðun þeirra 3,6 prósenta sem ekki var gert grein fyrir, en í fréttinni var gerð grein fyrir afstöðu 96,4% þeirra sem þátt tóku?

Eins væri nú eðlilegt í svona frétt að gerð yrði grein fyrir þátttökuhlutfalli.


mbl.is Frjálslyndir hafna ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleik takk

Á meðan auðmennirnir hrærðu í og hirtu til sín nammiskálar íslensku þjóðarinnar klappaði ríkisstjórnin, stjórnkerfi hennar og mestöll þjóðin. Þar erum við meira og minna öll sek.

Við nutum aukinna skatttekna, aðgengis að lánsfjármagni og almenns hagvaxtar sem nú er komið í ljós að hafi verið byggður að talsverðu leiti á sandi.

Auðvitað ber ríkisstjórnin meiri ábyrgð en við hin á viðbrögðunum en ekki síður viðbragðsleysinu í aðdraganda hrunsins, í hruninu og eftir hrunið.

En auðmennirnir sem nýttu sér gallana í regluverkinu og brutu reglurnar bera fyrst og síðast meginábyrgðina. Við skulum ekki gleyma því í öllum hamagangnum

Það viðhorf Harðar Torfasonar og fleiri forsvarsmanna mótmælanna að segja tilkynningu Geirs H Haarde eitthvað fjölmiðlabragð er fyrir neðan allar hellur. Það ber vott um að kærleikurinn sé horfinn úr hjörtum þeirra.

Það er slæmt.

Ef við getum ekki sýnt fólki samúð í erfiðleikum og veikindum þess og látum þá heift og hatur sem ummæli þeirra bera vitnisburð um, stjórna orðum okkar og athöfnum, verður Nýtt Ísland ekki byggt á kærleik og verður því ekki fordómalaust, sanngjarnt og réttlátt.

 


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband