Upphaf prófkjörsbaráttu Björgvins og Lúðvíks

Þessa hárréttu og virðingarverðu ákvörðun Björgvins G Sigurðssonar, að segja af sér og biðja um að skipt verði út í Fjármálaeftirlitinu í leiðinni, sem eykur svo aftur pressuna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama gagnvart Seðlabankanum, verður líka að skoða í þúfnapólitísku ljósi.

Lúðvík Bergvinsson, helsti keppinautur Björgvins um forystu í Samfylkingunni í Suðurkjördæmi, var einn frummælenda á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um daginn. Félagi sem hann á í rauninni ekkert að vera að skipta sér af. Þar opinberaði hann andstöðu sína við ríkisstjórnina og hefur örugglega talað upp í eyru margra Samfylkingarmanna í Suðurkjördæmi og styrkt með því stöðu sína gagnvart Björgvini.

Þessum vangaveltum til staðfestingar, notaði Björgvin G Sigurðsson þennan fréttamannafund til að lýsa skoðun sinni á því innanflokksmáli, hvernig hann teldi að velja eigi á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, með opnu prófkjöri, nú þegar ljóst er að kosið verður í vor.

Þannig að ákvörðunin var kannski ekki eins stór og flott og hún leit út fyrir í fyrstu.

En ég tek samt hatt minn og húfu ofan fyrir frumkvæði Björgvins, það á örugglega eftir að lengja veru hans í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband