Forsetinn krefst stjórnlagaþings

Ég get ekki túlkað forsetans á annan veg en að hann ætli að leggja afstöðu flokkanna til stjórnlagaþings til grundvallar því hver fær stjórnarmyndunarumboð.

Stuðli hann með því að við tökum stjórnskipulagið til endurskoðunar, væri það eitt mesta framfaraverk sem unnið hefur verið í þessu embætti.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur VG

Nú kemur í ljós hvort Vinstri hreyfingin - grænt framboð er stjórnmálaflokkur eða samtök.

Ef VG geturgengist undir þær málamiðlanir sem ríkisstjórnarsamstarf krefst er flokkurinn flokkur, annars er hann kosningabandalag.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég geri eina kröfu til ríkisstjórnarflokkanna

...og aðeins eina.

Standið saman.

Það er kannski fram á of mikið farið, en ef ríkisstjórnarflokkarnir ná að standa saman, leysist hitt meira og minna af sjálfu sér.

Það er gert með einni lítilli samþykkt.

Að ríkisstjórnin sammælist um að starfa sem samhent fjölskipað stjórnvald, þar sem meirihluti ræður, en ekki samkoma einræðisherra í hverju ráðuneyti, þar sem hver bendir á annan og allir vinna í kross.


mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband