Skelfingin ein á methraða

Að meirihluti fjárlaganefndar séu með það vonda samvisku að þeir telji sig knúna til að senda út fréttatilkynningu þar sem ósómanum er lýst með augum þeirra, er ekki annað en staðfesting á því hversu illa er komið fyrir honum.

Þeir geta ekki gefið út nefndarálit, þar sem færð eru málefnaleg rök fyrir afstöðu meirihlutans, heldur hafa spunameistarar ríkisstjórnarinnar kokkað saman áróðursplagg, í formi fréttatilkynningar, þar sem einungis er fjallað um málsmeðferðina.

Í engu er fjallað um þau atriði sem fram komu og taka ber afstöðu til.

Tilgangurinn virðist vera að fela rökþrotið með því að fjalla bara um formið.

 


mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband