Er ekki nóg komið af einkakratavinavæðingunni?

Sama hversu traustur og heiðarlegur maður Jón Sigurðsson krati er, er ekki heppilegt eða eðlilegt að hið opinbera feli honum enn fleiri trúnaðarstörf, meðan störf hans sem formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformanns Seðlabankans í hruninu, eru ekki fullrannsökuð.

Þetta eru jú þær tvær lykilstofnanir, sem báru ábyrgð ásamt ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, á viðbrögðum hins opinbera á hruninu.

Það er ekki hægt að halda því fram að störf þeirra og þar með hans, séu hafin yfir allan vafa.

Þessi einkakratavinavæðing er því afar óheppileg og ekki til trausts fallin.


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband