Alþingi brást - gerir forsetinn það líka?
30.12.2009 | 23:41
Nú hefur meirihluti Alþingis brugðist þjóð sinni með því að samþykkja Icesave.
Stjórnarþingmenn segja Icesavemálið afleiðingu einkavæðingar bankanna. Það er rangt. Það er afleiðing slælegs eftirlits með bankastarfsemi og gallaðs regluverks og afleiðing slælegra og óvandaðra vinnubragða við í milliríkjasamskiptum, samningagerð og alla málsmeðferð þess.
Það að kenna einkavæðingu bankanna um Icesave er enn furðulegri í ljósi þess að þessir sömu þingmenn hafa samþykkt að einkavæða þá á ný Rökleysan er endalaus. Spuninn ræður öllu. Allt fyrir völdin.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað Forsetinn gerir, hvort ætli hann bregðist þjóð sinni einnig.
Hann hefur að mínu mati tvo kosti í stöðunni.
- Að neita að skrifa undir lögin og vísa þeim til þjóðarinnar, sem er rökrétt framhald af ákvörðuninni um fjölmiðlalögin og rökrétt framhald af áritun Forsetans á fyrri Icesavelögin.
- Að segja af sér og fela handhöfum forsetavalds að undirrita lögin og bjarga þar með draumaríkisstjórn sinni.
Hvorugur kosturinn er honum auðveldur, en sá á kvölina sem á völina.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er skjalastýringu ríkisstjórnarinnar eiginlega háttað?
30.12.2009 | 16:03
Hvernig í veröldinni getur það verið að leita þurfi til erlendra aðila til að útvega gögn sem fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið eiga að hafa undir höndum frá samninganefnd sem fór fyrir þeirra hönd til að fjalla um eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.
Þessi gögn virðast öll vera samskipti milli lögmansstofunnar bresku og íslenskra embættismanna.
Þar með eiga þau öll að liggja fyrir innan stjórnsýslunnar og vera aðgengileg þingmönnum úr þeirri átt.
Hvað er eiginlega um að vera?
Þetta getur ekki verið eðlileg skjalastjórnun
![]() |
Búnir að fá tölvupóstana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sendiherra nennir ekki að mæta
30.12.2009 | 11:29
Svavar Gestsson, maðurinn sem nennti ekki að vinna vinnuna sína í samningunum við breta og hollendinnga um Icesave, nennir heldur ekki að standa fyrir máli sínu gagnvart Alþingi.
Ég hélt að sendiherra bæri hrein og klár skylda til að hlýða slíku kalli.
Ef ekki lögleg, þá siðleg.
Svona menn á að áminna og víkja frá störfum...
![]() |
Svavar neitaði að mæta á fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |