Vel skal vanda það sem lengi skal standa

Seðlabanki Íslands er líklegasta mikilvægasti hluti íslensks fjármálakerfis.

Þess vegna er eðlilegt og nauðsynlegt að vel sé vandað til þeirrar lagasetningar sem starfsemin grundvallast á.

Það að krefjast þess að Seðlabankastjóri hafi í það minnsta þá þekkingu á efnahags- og peningamálum sem meistarapróf í hagfræði krefst er eðlilegt í mínum huga, en ef einhver hefur náð tilsvarandi þekkingu með annarri námsleið getur það ekki verið markmið í sjálfu sér að takmarka mannvalið við þá sem farið hafa nákvæmlega þá námsleið sem lýkur með orðinu meistaragráða í hagfræði.

Þess vegna hlýtur að verða að segja "meistaragráðu í hagfræði eða jafngilda menntun"


mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband