Barbabrella Ögmundar
15.2.2009 | 17:27
Það eru skrítnar fréttir að allt í einu sé hægt að lækka útgjöld ríkisins til lyfjamála um einn milljarð króna.
Þegar þetta er skoðað betur, verður að segjast að þetta er meira og minna barbabrella. Ögmundur ætlar einfaldlega að lækka heildsöluverð á lyfjum. Er búið að semja um það? Getur ríkið ákveðið það einhliða?
Svo er ekkert talað um hvaða hópar eiga borga meira fyrir lyfin, en hálfan milljarð á að heimta aukalega af einhverjum hópum.
Svo er VG þegar byrjað að búa til fátæktargildrur, með misskildum aðgerðum, þegar einstaklingum á fullum atvinnuleysisbótum greiði sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar. Þetta ákvæði er ekki tímabundið og minnkar hvatann til fyrir fólk að fá sér vinnu, þar sem það sem aukalega verður eftir í buddunni við að fá sér vinnu minnkar, þegar svona ákvæði eru inni. Það að miða bara við þá sem eru á fullum atvinnuleysisbótum, letur fólk einnig til að vera í hálfu starfi.
Svo opinberast barbabrellan enn og grunnhyggning, þegar viðurkennt er að á þessu stigi sé ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins.
Þannig að það er barasta ekki tekið neitt með.
Erðanú.
![]() |
Lyfjaútgjöld lækka um milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |