Góðir menn ráðnir ólöglega?

Vandræðagangurinn við að skipta um yfirstjórn Seðlabankans virðist ætla að vera yfirgengilegur.

Í ferlinu hefur Samfylkingin og Vinstri græn komið upp um sig sem valdhrokaflokka, sem ráðast á allt og alla með svívirðingum og látum, sé ekki farið í einu og öllu að þeirra vilja, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir séu í minnihlutastjórn. Ég held að þeim hefði verið nær að benda sjaldnar á stjórnarhefðir á Norðurlöndunum á undanförnum árum en taka þess í stað betur eftir því hvernig minnihlutastjórnir starfa þar og fara jafnvel eitthvað að fordæmi þeirra.

Það er greinilegt að þegar Framsókn gerir stjórnarsáttmála við Samfylkinguna að loknum kosningum, þarf sá sáttmáli að verulegu leiti að snúast um vinnubrögð og drengskap, auk stefnumálanna.

Fyrst ríkisstjórnin hafði útlending í huga sem seðlabankastjóra, sem mér finnst afar jákvætt, hefði hún samt átt að ganga þannig frá málum að það væri hafið yfir allan vafa að það væri löglegt.

Íslenskir embættismenn eiga samkvæmt stjórnarskrá að vera íslenskir ríkisborgarar, en í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er meginreglan að þeir þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar og það á einnig við um seðlabankastjóra.

Manni fer að bjóða í grun að það eina sem þessi ríkisstjórn muni koma í verk sé að skipta um Seðlabankastjóra.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við efnahagstillögum Framsóknar eru að minnsta kosti á þá lund að hugurinn virðist ekki vera á þeim slóðum.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband